Unglingatónleikar í Stapa í kvöld
Þrjár stelpur úr Heiðarskóla í Keflavík standa fyrir styrktartónleikum fyrir BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) 30. apríl nk. í Stapanum í Reykjanesbæ fyrir 14-16 ára (8.-10. bekk).
Miðaverðið er 1000 kr. og miði í happadrætti fylgir en við hurð er það 1500 kr. og miði í happadrætti fylgir einnig. Happadrættið virkar þannig að við erum með pott þar sem 1 miði með nafninu þínu kostar 100 kr. og það er hægt að setja eins marga hundraðkalla og maður vill til að auka líkur á því að vinna einhvern af æðislegu vinningunum okkar. Allur ágóði rennur inn á reikning sem við höfum opnað og þaðan á BUGL. Þeir sem koma fram eru: Kristmundur Axel og félagar, Nilli, Haffi Haff, DJ Baldur Ólafsson, Friðrik Dór, Hnísan og fleiri.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Thelma Rún Matthiasdóttir, Azra Crnac og Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir, nemendur í Heiðarskóla.