Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Unglingadeild LK frumsýnir jólaleikrit
Miðvikudagur 10. desember 2008 kl. 09:34

Unglingadeild LK frumsýnir jólaleikrit



Nýupprisin unglingadeild Leikfélags Keflavíkur frumsýnir á laugardag jólaleikritið „Jólagjafalistinn,, eftir Magnús J. Magnússon. Að uppsetningu leikritsins koma um 20 ungmenni á aldrinum 13-20 ára. Leikstjórnin er í höndum Axels S. Axelssonar og Gustavs H.Haraldssonar.
Leikritið er að þeirra sögn virkilega skemmtilegt og frábært fyrir fólk sem vill taka sér hlé frá jólaamstrinu og skella sér á jólasýningu með börnunum.

Frumsýningin fer, eins og áður segir, fram á laugardaginn kl 14:00, en einnig verður sýnt á sunnudag kl 14:00 og 16:00. Sýningin fer fram í Frumleikhúsinu og er miðaverði stillt í hóf, einungis 500 kr fyrir fullorðna og 200 kr fyrir börn undir 11 ára aldri. Hægt er að panta miða í síma 421-2540 alla daga. Áríðandi  er að panta miða því sætaframboð er takmarkað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024