Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungir Grindvíkingar standa fyrir góðgerðarviku
Krakkarnir sem skipuleggja viðburðina. Efst til vinstri: Veigar Gauti, Andra Björk, Símon Logi, Ólöf Rún, Vignir, Una Rós og Tinna Dögg. Fremstir eru: Þórarinn, Helgi Leó og Hafþór. Á myndina vantar: Patrek Ívar, Rakel Sif og Söndru Dögg.
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 08:00

Ungir Grindvíkingar standa fyrir góðgerðarviku

Styrkja fjölskyldu Ölmu Þallar

Grunnskólanemar í Grindavík ætla að láta gott af sér leiða með því að halda sérstaka góðgerðarviku frá 20. til 24. febrúar n.k.. Allur ágóði af viðburðum vikunnar mun renna til fjölskyldu Ölmu Þallar Ólafsdóttur sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í byrjun árs.

Til stendur að halda veglega tónleika í kirkjunni þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Þeirra á meðal eru Pétur Jesú og Hófí. Svo mætir Tómas úr Voice þáttunum og svo auðvitað jólastjarnan Guðrún Lilja úr Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haldið verður ball fyrir nemendur 8. til 10. bekkjar þar sem heimamaðurinn Björn Valur sér um stemninguna.

„Við vorum búin að ákveða að halda góðgerðarviku og þá lá beinast við að styrkja fjölskyldu Ölmu,“ segir Veigar Gauti Bjarkason formaður nemendafélagins í Grindavíkurskóla. Einnig ætla krakkarnir að halda kökubasar og bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Landsliðsfyrirliðinn úr fótboltanum Aron Einar leggur til áritaðan búning líkt og Kolbeinn Sigþórsson. Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson leggur einnig til treyju. Líka er hægt að vinna sér inn fjórhjólaferð og hótelgistingu.

Tónleikarnir eru á þriðjudegi og hefjast klukkan 20:00 en þar ræður fólk hvað það borgar inn. Allir eru velkomnir á þessa viðburði.