Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungir framsóknarmenn í Reykjanesbæ fimmtugir
Þriðjudagur 9. október 2007 kl. 10:36

Ungir framsóknarmenn í Reykjanesbæ fimmtugir

Þann 7. október sl.  var haldin afmælishátið í tilefni af 50 ára afmæli Félags Ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ.  Mikill fjöldi Framsóknarmanna mætti á hátíðina ásamt góðum gestum, þingmönnum núverandi og fyrrverandi.
Brynja Lind Sævarsdóttir, formaður FUF  setti hátíðina og bauð gesti velkomna.  Voru á hátíðinni flutt af ýmsum aðilum erindi og hamingjuóskir til afmælisbarnsins.  Kjartan Már Kjartansson lék einleik á fiðlu fyrir hátiðargesti undir glæsilegum kaffiveitingum í boði FUF Ari Sigurðsson hélt erindi um sögu félagsins, stofnun þess og þróun á 50 árum.

Félag Ungra Framsóknarmanna í Keflavík var stofnað 15. júní 1959 og var stofnfundurinn haldinn í Bíókaffi í Keflavík.  Var sagt um stofnum félagsins að hún hafi ekki farið hljóðlega fram eins og þegar Framsóknarfélag Keflavíkur var stofnað 5. desember 1937.  Fyrsti formaður félagsins var Sigfús Kristjánsson sem mætti ásamt fjölda annara stofnenda og heldri framsóknarmönnum á afmælishátíðina 50 árum eftir að hann var kosinn fyrsti formaður FUF.

Var sammála álit gesta á hátíðinni að vel hefði tekist til og var gleði og ánægja með framkvæmdina.

Undirritaður vill þann öllum þeim aðilum sem komu að framkvæmd hátíðarinnar sem tókst alveg frábærlega, stjórn Ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ og sérstakar þakkir fá Ari Sigurðsson og Halldóra Jensdóttir.

Arngrímur Guðmundsson
formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ


Á myndinni má sjá þá stofnfélaga sem mættu á afmælishátíðna ásamt Steingrími Hermannssyni, fyrrverandi formannni framsóknarflokksins og forsætisráðherra og Jóni Skaftasyni fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024