Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungir framsóknarmenn bjóða á tónleika með Hjálmum
Fimmtudagur 15. desember 2005 kl. 10:28

Ungir framsóknarmenn bjóða á tónleika með Hjálmum

Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ bjóða til tónleika með stórhljómsveitinni Hjálmum föstudaginn 16.desember n.k. Aldurstakmark er 16 ára og er frítt inn á tónleikana, já þið lesið rétt, það verður frítt inn.

Tónleikarnir verða haldnir í húsnæði Bigga Guðna í Grófinni, þar sem bílasprautuverkstæði var til húsa og byrja Hjálmar að spila kl 22:00. Um er að ræða vímulausa skemmtun þar sem öllu ungu fólki gefst kostur á að hlýða á tóna vinsælustu hljómsveitar Íslands.

Það er ekki oft sem tónleikar sem þessir eru haldnir í iðnaðarhúsnæði og viljum við því benda fólki á að mæta tímalega því færri munu komast að en vilja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024