Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungir foreldrar á námsskeiði í 88 Húsinu
Sunnudagur 7. maí 2006 kl. 13:50

Ungir foreldrar á námsskeiði í 88 Húsinu

Ungir foreldrar og ungarnir þeirra komu saman í 88 Húsinu sl. miðvikudag þar sem fór fram námskeið á vegum 88 hússins og Reykjanesbæjar.

Hildur Guðmundsdóttir eigandi Yggdrasil fór í gegnum hollt mataræði fyrir börn á þessu fyrsta af þremur námskeiðum sem búið er að skipuleggja. Hún fór yfir gæði matvæla, hvað er lífrænt, hvað þarf helst að forðast, hver eru helstu næringarefnin sem þarf að fá úr matnum, hvernig setja skal saman hollan mat og margt fleira. Á meðan foreldrarnir voru fræddir um hollustu barna sinna voru börnin að leika sér í leikkróki 88 Hússins. Foreldrarnir hafa ákveðið að hittast aftur næsta miðvikudag á efri hæð 88 Hússins.

Dagskrá næstu vikna er svohljóðandi:
10. maí: Foreldrar hittast með börnin sín ?17. maí: Sigríður hjúkrunarfræðingur – Skyndihjálp/Slys á börnum ?24. maí: Foreldrar hittast með börnin sín?31. maí: Arna Skúladóttir - Svefnvenjur barna?7. júní: Foreldrar hittast með börnin sín
Af heimasíðu 88 Hússins/
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024