Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ungfrú Ísland til Guadeloupe
Fimmtudagur 12. júní 2003 kl. 15:19

Ungfrú Ísland til Guadeloupe

Ungfrú Ísland 2003, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, er í næstu viku á förum til Parísar og þaðan til eyjunnar Guadeloupe í Karabíska hafinu, ásamt rúmlega 40 öðrum fegurðardísum sem keppa í haust um titilinn ungfrú Evrópa 2003. Í tilkynningu frá Fegurðarsamkeppni Íslands segir, að þessi elsta fegurðarsamkeppni heims, sem stofnuð var árið 1947, hafi skipt um eigendur um sl. áramót eftir 56 ár í eigu sömu aðila, en Roger Zeiler, stofnandi keppninnar, verður áfram heiðursforseti keppninnar.Sú nýbreytni á sér nú stað, að stúlkurnar fara í 10 daga ferð til Parísar og Guadeloupe nú þegar í næstu viku, þar sem unnið verður við myndatökur og annað kynningarefni með stúlkunum, og einnig munu þær hitta dómnefndina í þessari ferð. Keppnin sjálf fer svo fram í EuroDisney skemmtigarðinum í Paris í september nk.
Frétt af mbl.is!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024