Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG vikunnar: Pabbi frægastur í símanum
Mánudagur 6. apríl 2015 kl. 09:00

UNG vikunnar: Pabbi frægastur í símanum

Arnór Daði Jónsson er í 8. bekk í Njarðvíkurskóla. Hann væri til í að geta orðið ósýnilegur og segir Gauju húsvörð vera það skemmtilegasta við skólann. 
 
Hvað gerirðu eftir skóla? Borða og fer síðan á körfuboltaæfingu.
 
Hver eru áhugamál þín? Körfubolti er það skemmtilegasta sem ég geri í lífinu
 
Uppáhalds fag í skólanum? Ég held að ég taki stærðfræði hjá Hófý.
 
En leiðinlegasta? Mér finnst danska og enska mjög leiðinleg fög.
 
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Russel Westbrook topp maður og fyrirmynd í körfunni.
 
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta orðið ósýnilegur þegar mig langar.
 
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í körfu.
 
Hver er frægastur í símanum þínum? Ég held að ég verði að segja pabbi minn.
 
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Páll Óskar er það fyrsta sem mig dettur í hug
 
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Úff það er svo margt
 
Hvað er uppáhalds appið þitt? Klárlega snapchat
 
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?  Rosalega venjulegum jogging buxur og flottur bolur.
 
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Strákur með miklar vonir.
 
Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla? Gauja húsvörður er það skemmtilegasta við Njarðvíkurskóla klárt mál.
 
Hvaða lag myndi lýsa þér best? Sjálfselskan í mér segir Legend með Drake.
 
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Haha mér dettur enginn í hug.
 
Besta:
Bíómynd? Born2race.
 
Sjónvarpsþáttur? Hawaii-FiveO.
 
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Rihanna er rosalega góð.
 
Matur? Nautasteik hjá pabba er best.
 
Drykkur? Ég er kókisti.
 
Leikari/Leikkona? Adam Sandler klikkar seint
Fatabúð? Forever 21.
 
Vefsíða? Karfan.is
 
Bók? Suarez er góð.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024