UNG vikunnar: Er andleg móðir
Birta Rós Davíðsdóttir er í 10. SBV í Holtaskóla. Hana langar að verða svo mikið, finnst pabba humar bestur og besta vefsíðan er vf.is.
Hvað gerirðu eftir skóla? Fer oftast í FS í STÆ203 svo æfing þar á eftir.
Hver eru áhugamál þín? Körfubolti, vinir, fjölskylda og tónlist.
Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði.
En leiðinlegasta? Íslenska eða Samfélagsfræði.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Kendrick eða Beyonce
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að stjórna veðrinu.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar að verða svo mikið.
Hver er frægastur í símanum þínum? TT Skólahreysti drottning.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Hef ekki hitt neinn merkilegan en hef séð þau nokkuð mörg.
Hvað er uppáhalds appið þitt? Dutch, appið sem kennir Hollensku.
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Mjög þægilegt á skóladögum svo stundum breytir maður til á öðrum dögum.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Andleg móðir.
Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Nesti og hádegishléið.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Love and hiphop.
Bíómynd? Taken.
Sjónvarpsþáttur? Banshee og The Following og KUWK.
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Kendrick Lamar, J.Cole.
Matur? Pabba humar.
Drykkur? Vatn
Leikari/Leikkona?
Fatabúð? Urban og HM.
Vefsíða? vf.is.
Bók? Fifty Shades of Grey og After.