Ung stúlka frá Hondúras tók viðtal við bæjarstjóra Reykjanesbæjar
Unga stúlka frá Honduras, Belén Mezadóttir, íbúi í Reykjanesbæ heimsótti Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóra nýlega og spurði nokkurra spurninga. Hún heldur úti YouTube rás um upplifun sína á að búa á Íslandi.
Belén spurði Kjartan m.a. hvort hann vildi frekar hjóla eða keyra bíl og fékk hann líka til að útskýra sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem urðu að Reykjanesbæ árið 1994. Kjartan gaf henni eftir heimsóknina barmmerki Reykjanesbæjar og hún var alsæl með það.