Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG: Sam Smith og Beyoncé í uppáhaldi
Sunnudagur 7. desember 2014 kl. 00:00

UNG: Sam Smith og Beyoncé í uppáhaldi

Særún Björgvinsdóttir er í 10. bekk í Holtaskóla. Hún segir að samfélagsfræði sé skemmtilegasta fagið en íslenska það leiðinlegasta. Hana langar að stefna á læknanám og hitta fótboltastjörnu úr enska boltanum.
 
Hvað gerirðu eftir skóla?  Fer heim, reyni að vera búin að læra svo borða bara.
Hver eru áhugamál þín? Spila fótbolta og skólinn.
Uppáhalds fag í skólanum? Samfélagsfræði er eitt af uppáhalds hjá mér.
En leiðinlegasta? Íslenska, klárlega.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Ein fótboltastjarna úr enska boltanum væri fínt.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Geta gert allt án þess að hugsa.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Stefni á læknanám.
Hver er frægastur í símanum þínum? Magga Bingo klárlega.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Mikki Mús.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi ræna banka.
Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat er uppáhalds.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ég er mjög skynsöm manneskja
Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Félagsskapurinn og námið.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? Ég myndi segja Icona Pop - I Love It.                          
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Awkward lýsir mér best.
 
Besta:
Bíómynd? Footloose er alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Sjónvarpsþáttur? Neighbours.
Tónlistarmaður/Hljómsveit? Sam Smith og Beyoncé eru bestu.                                                
Matur? Mexíkóskt lasagne sem mamma gerir.                                                                                  
Drykkur? Appelsínudjús og vatn.
Leikari/Leikkona? Jennifer Aniston klárlega best .                                                     
Fatabúð? Ég er mikið fyrir H&M.
Vefsíða? Facebook.
Bók? Alls ekki mikið fyrir það að lesa.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024