Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG: Neil Patrick-Harris gæti kennt mér á lífið
Laugardagur 14. apríl 2012 kl. 13:05

UNG: Neil Patrick-Harris gæti kennt mér á lífið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kormákur Andri er í 9.UG í Myllubakkaskóla, hann svaraði nokkrum spurningum í léttari kantinum sem Víkurfréttir lögðu fyrir hann.

Hvað geriru eftir skóla? Tölvuna bara og svo eru æfingar seinni partinn.
Hver eru áhugamál þín? Fótbolti og Körfubolti.
Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir.
En leiðinlegasta? Náttúrufræði og Eðlisfræði.
Hver er uppáhalds maturinn þinn? Hamborgari á Wendy´s klikkar ekki.
En drykkur? Vatnið er gott.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Neil Patrick-Harris, láta hann kenna mér á lífið.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Ég væri til í að geta flogið.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Atvinnumaður í einhverri krúttlegri íþrótt.
Hver er frægastur í símanum þínum? Maggi Mix.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Tryggvi Ólafsson, merkilegur drengur.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Komast að því afhverju stelpur fara alltaf tvær inná klósett.

Vilt þú svara spurningum í UNG þætti Víkurfrétta? Sendu tölvupóst á [email protected].