Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG: Hata ekkert að chilla með strákunum
Mánudagur 18. mars 2013 kl. 18:44

UNG: Hata ekkert að chilla með strákunum

Benedikt Jónsson er nemandi í 10. í Holtaskóla. Eftir skóla tekur hann sér pásu í lærdómi og skellir sér í playstation. Hann segir að íþróttir sé skemmtileasta fagið og hann væri til í að muna allt sem hann les.

Hvað geriru eftir skóla?
Tek smá pásu frá lærdómi og fer í Playstation 3 í leikinn NBA 2k13.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamál þín?
Fótbolti, körfubolti og svo hata ég ekkert að chilla með stákunum.

Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir eru hrikalega skemmtilegar.

En leiðinlegasta?
Það er klárlega samfélagsfræði.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Það er goðsögnin Steven Gerrard.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta lesið yfir texta einu sinni og munað hann allan.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Draumurinn er að verða atvinnumaður.


Hver er frægastur í símanum þínum?
Maður sem skorar 52 stig hlýtur að vera það og það er Sigurþór

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Henrik Larsson.


Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Ég myndi gera helling af hlutum sem má ekki gera.

Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Frekar plain bara bolur og gallabuxur.

Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Keppnismaður og gefst aldrei upp.

Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla?
Við vinnum margar keppnir.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Here i go again - Whitesnake.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends.

Besta:
Bíómynd?
Limitless.

Sjónvarpsþáttur?
Mentalist er besti þátturinn.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Eminem, klárlega.

Matur?
Pizza er best.

Drykkur?
Drekk ekki gos þannig að ég verð að segja vatn.


Leikari/Leikkona?Brad Pitt.

Lið í Ensku deildinni?
Liverpool er mitt lið.

Lið í NBA?
Miami Heat

Facebook og Fótbolti.net