UNG: Feimin en samt ekki feimin
Bára Kristín Þórisdóttir er í UNG vikunnar. Hún horfir mikið á þætti og segir að The Fosters og Shameless séu uppáhaldsþættirnir hennar. Hún vill verða barnasálfræðingur í framtíðinni og geta galdrað hvað sem er.
Hvað geriru eftir skóla?
Ég borða mat og skelli mér á æfingu eða þá að ég eyði deginum í að horfa á þætti.
Hver eru áhugamál þín?
Horfa á þætti og auðvitað að spila fótbolta með skvísunum í Keflavík.
Uppáhalds fag í skólanum?
Klárlega heimilisfræði og svo er alltaf gaman hjá Auði í íslensku.
En leiðinlegasta?
Samfélagsfræði ekki spurning.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Friends leikaranna.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta galdrað hvað sem er.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Ég myndi vilja verða barnasálfræðingur.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Aníta Mist AKA Bogga.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Magga ginger - hún er uppáhalds.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Ég myndi fara í banka og stela peningum.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Bara svona þægilegur held ég, hettupeysa og kósýbuxur.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Feimin en samt ekki feimin.
Hvað er skemmtilegast við Gerðaskóla?
Bjarki í heimilisfræði og krakkarnir auðvitað.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Happy - Pharrell Williams.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends klárlega.
Besta:
Bíómynd?
Grease.
Sjónvarpsþáttur?
The Fosters og Shameless.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Beyonce.
Matur?
Nautakjöt með berniessósu.
Drykkur?
Mountain dew.
Leikari/Leikkona?
Það myndi vera Jennifer Aniston.
Fatabúð?
Ég elska HM.
Vefsíða?
Facebook og stream-tv.me
Bók?
Pass, ég er meira fyrir þætti.