UNG: Ég kem á óvart
Sigurður Salómon Guðlaugsson er í UNG vikunnar. Hann hefur áhuga á tónlist og íþróttum og segir að danska sé leiðinlegasta fagið í skólanum. Hann væri til í að geta flogið og hitt rapparann Lil Wayne.
Hvað geriru eftir skóla?
Fer heim fæ mér nokkra kexmola og horfi á Friends eða einhvað slíkt.
Hver eru áhugamál þín?
Tónlist, íshokkí, körfubolti og amerískur fótbolti.
Uppáhalds fag í skólanum?
Það er íþróttir.
En leiðinlegasta?
Danska.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Rapparinn Lil Wayne, klárlega.
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta flogið yrði gaman.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Einhvað sem er vel borgað, en ég þyrfti ekki að geraneitt.
Hver er frægastur í símanum þínum?
Maggi Mix.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Það myndi vera Bent.
Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Myndi fara í bankann og stela pening.
Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Fatastíllin minn er eins og súkkulaði sem rennur ljúft niður bergið í gegnum fossinn.
Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Ég kem á óvart.
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Mo Money Mo Problems - Biggie.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends.
Besta:
Bíómynd?
Forrest Gump er í uppáhaldi.
Sjónvarpsþáttur?
Friends, klárlega.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Kendrick Lamar.
Matur?
Pizza er minn uppáhalds matur.
Drykkur?
Kók.
Leikari/Leikkona?
Adam Sandler.
Lið í Ensku deildinni?
Ég held með Liverpool.
Lið í NBA?
New York Knicks.
Vefsíða?
Twitter.