Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

UNG: Dominos frægast í símanum
Sunnudagur 13. janúar 2013 kl. 14:06

UNG: Dominos frægast í símanum

Pétur Snær Pétursson er nemandi í 8. bekk Heiðarskóla. Hann hefur áhuga á fótbolta og vinum. Hann væri til í að fljúga og væri ekkert á móti því að hitta Messi.

Pétur Snær Pétursson er nemandi í 8. bekk Heiðarskóla. Hann hefur áhuga á fótbolta og vinum. Hann væri til í að fljúga og væri ekkert á móti því að hitta Messi.

Hvað geriru eftir skóla?
Læri og fer svo á æfingar og hitti vinina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamál þín?
Fótbolti og vinir.

Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir, klárlega.

En leiðinlegasta?
Sund er leiðinlegasta fagið.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Ég væri ekkert á móti því að hitta Lionel Messi.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að fljúga yrði gaman.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Atvinnumaður í fótbolta.

Hver er frægastur í símanum þínum?
Dominos, er það ekki nokkuð frægt?

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Það er örugglega Friðrik Dór og Steindi Jr.

Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Fara inn í stelpuklefann.

Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Frekar venjulegur.

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
Nú, krakkarnir auðvitað.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Soulja Boy - Pretty Boy Swag.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Týndakynslóðin.

 

Besta:

Bíómynd?
The Dictator er mjög góð.

Sjónvarpsþáttur?
How I Met Your Mother, Modern Family og Big Bang Theory.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Kanye West er uppáhalds tónlistarmaður.

Matur?
Fiskibollurnar sem mamma gerir.

Drykkur?
Fanta er besti drykkurinn.