UNDIRFÖT Á ÁRSHÁTÍÐ
Það var heldur betur lífleg árshátíð hjá Studeo Huldu í Stapa um síðustu helgi. Þingframbjóðendur skemmtu árshátíð-argestum og undirfatatíska úr Reykjavík var sýnd. Herlegheitin voru öll tekin upp af Stöð 2 í tengslum við svokallaðan kosningaskjálfta en bæði undirfatasýningin og skemmtun þingmannsefna verður sýnt í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 aðfaranótt 9. maí nk.Meðfylgjandi myndir voru teknar af undirfata-sýningunni þar sem stúlkur frá Huldu voru í aðalhlutverkum og stóðu sig með prýði.