Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirbúningur jólanna á fullu
Laugardagur 22. nóvember 2008 kl. 16:43

Undirbúningur jólanna á fullu



Undirbúningur fyrir jólin er komin á fullt hjá fólki. Í morgun kom hópur kvenna og barna saman í Holtaskóla til að baka jólasmákökur. Sörur voru í aðalhlutverki í dag. Eftir að smákakan hafði verið bökuð er settur á hana kremtoppur sem síðan er hjúpaður með súkkulaði. Nánar um Sörurnar í aðventublaði Víkurfrétta í byrjun desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Blaðamenn og ljósmyndarar hafa mikinn áhuga á að heimsækja hópa sem taka sig saman í undirbúningi fyrir jólin. Bæði finnst ljósmyndurum gott að borða kökur, en ekki síður finnst þeim gaman að mynda mannlífið og fá þannig skemmtilegt efni í jólaútgáfuna sem verður myndarleg nú í desember. Hafið samband við okkur með tölvupósti á [email protected] eða með því að hringja í síma 898 2222.


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson