Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Undirbúningur fyrir opnun Guðbergsstofu á lokasprettinum
Föstudagur 31. maí 2013 kl. 09:43

Undirbúningur fyrir opnun Guðbergsstofu á lokasprettinum

Guðbergsstofa verður opnuð næsta sunnudag kl. 16:00 í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkurbæjar. Unnið er að lokafrágangi sýningarinnar. Guðbergsstofa er safn og sýning um Guðberg eins virtasta rithöfundar Íslendinga fyrr og síðar. 

Guðbergur fæddist í Grindavík árið 1932 og ólst þar upp. Guðbergur hefur alla tíð tengst Grindavík sterkum böndum. Á sýningunni er að finna allar bækur og verk sem gefin hafa verið út eftir Guðberg á Íslandi, sýnishorn af bókum og verkum Guðbergs sem þýdd hafa verið á erlend tungumál, sýnishorn af óútgefnum verkum Guðbergs, verðlaunagripir og viðurkenningar, ýmsir gamlir munir, ljósmyndir og saga og ferill Guðbergs má sjá á stórum veggskiltum. Guðbergur varð áttræður á síðasta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024