Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2022 á fullu
Undirbúningur fyrir Ljósanótt, 1.-4. september 2022, er í fullum gangi. Á næstu dögum berast fyrirtækjum erindi um framlög til hátíðarinnar og hvetur menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar þau, sem og félög og íbúa alla, eindregið til þess að taka höndum saman og leggja sitt af mörkum til að lyfta andanum eftir langt og strangt tímabil samkomutakmarkana og erfiðs atvinnuástands. Ljósanótt er tákn bjartsýni, ljóss og birtu og þá fögnum við lífinu og tilverunni og njótum nærveru hvors annars, segir í fundargerð ráðsins