Undir ljósi Garðskagavita sýnd í Garði
Heimildarmynd Guðmundar Magnússonar, Undir ljósi Garðskagavita, verður sýnd 29. og 30. desember í samkomuhúsinu í Garði kl. 20:00.
Guðmundur hefur unnið að gerð myndarinnar um nokkurt skeið og skilar frá sé metnaðarfullu verki sem segir sögu Garðs og Leiru. Þar sem menn hafa sótt sjóinn og tekist á við náttúruöflin í aldanna rás.
Sýningarnar eru hluti af afmælisdagskrá sveitarfélagsins en Guðmundur hefur einnig tekið alla afmælisviðburðina á árinu upp á myndband.
Það verður bíóstemning í samkomuhúsinu og enginn Garðbúi ætti að láta þessa mynd fram hjá sér fara, segir í tilkynningu.