Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Undibúningur hafinn að Sandgerðisdögum
Mánudagur 23. júlí 2007 kl. 13:13

Undibúningur hafinn að Sandgerðisdögum

Ferða- og menningarráð Sandgerðis hefur hafið undirbúning að Sandgerðisdögum 2007 sem halda á 24. – 26. ágúst.

Stefnt er að því að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þar sem fjölskyldan verður í fyrirrúmi og áhersla lögð á að gamlir og nýir Sandgerðingar hittist, bjóði gestum í bæinn og eigi saman þrjá góða daga. Í þessu skyni auglýsir nefndin eftir skemmtiatriðum frá bæjarbúum og geta áhugasamir haft samband við Guðjón Þ. Kristjánsson á bæjarskrifstofunni.

Efnt hefur verið  til samstarfs við Bylgjuna af þessu tilefni sem verður með beinar útsendingar og skemmtilega vinningsleiki þá daga sem Sandgerðisdagar standa yfir.

Í tilefni Sandgerðisdaga verður haldin teiknimyndasamkeppni barnanna, einnig ljósmyndasamkeppni undir yfirskriftinni „Sumar í Sandgerði“. 

Mynd: Frá Sandgerði. Þar verður haldin mikil bæjarhátíð í ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024