Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 15. febrúar 2003 kl. 14:15

Undankeppni Eurovision: Rúnar Júlíusson spenntur fyrir kvöldið

Í kvöld fer fram undankeppni fyrir söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva en það lag sem ber sigur úr býtum verður framlag Íslands í keppninni sem fram fer í Riga í Lettlandi þann 24. maí nk. Hinn góðkunni Suðurnesjamaður Rúnar Júlíusson er einn 15 flytjenda í kvöld en hann flytur lagið „Ást á skítugum skóm“, en lagið er eftir Karl Olgeirsson. Rúnar sagði í samtali við Víkurfréttir að kvöldið legðist bara vel í hann: „Ég er bara ferskur og þetta leggst allt saman mjög vel í mig, enda lít ég á þetta sem enn eitt verkefnið sem ég tek mér fyrir hendur á lífsleiðinni og það er spennandi. Allt umfang keppninnar er til fyrirmyndar og ég hvet að sjálfsögðu Suðurnesjamenn til að hringja inn og velja lagið sem ég flyt, en númerið er 900-1010,“ sagði Rúnar í samtali við Víkurfréttir þar sem hann var á leið í hljóðprufu fyrir kvöldið.
Bein útsending í sjónvarpinu hefst klukkan 21:00. Hægt er að hringja inn og kjósa lag, en símakosning hófst klukkan 14:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024