Umsjón fasteigna
Hermann F. Ólason eftirlitsmaður fasteigna HSS:Ég mun af eðlilegum ástæðum í pistli mínum fjalla um fasteignir Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, þar sem minn starfsvettvangur liggur fyrst og fremst þar. Fasteignasaga Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs eins og það hét, hófst með byggingu svokallaðrar A-byggingar eða elsta hússins árið 1944, og var hornsteinninn lagður 12. september 1944, af Sveini Björnssyni þáverandi forseta Íslands. Hönnuður hússins var hinn stórmerki arkitekt og síðan húsameistari ríkisins Guðjón Samúelsson. Vígsla hússins var þann 12. nóvember 1954.Árið 1973 var hafist handa við B-byggingu. Arkitektar eru þeir Ormar ÞórGuðmundsson og Örnólfur Hall. Þessi áfangi var tekinn í notkun 1980 og 81. Árið 1983 var hafin bygging Heilsugæslustöðvar Suðurnesja, svo- kölluð C-bygging. Þá fljótlega hófst hönnunarvinna við hina marg umtöluðu D-álmu, en sömu hönnuðir eru af þessu þremur síðustu byggingum.D-álman eins og hún er nefnd í daglegu tali hefur átt sér nokkuð erfiða fæðingu, hún hefur í hönnun verið allt frá því að vera einnar hæðar bygging upp í það að vera fimm hæðir auk kjallara, þannig að lendingin í þessu húsi eins og það er í dag, held ég að sé vel ásættanleg fyrir alla aðila.Nokkuð hefur fólk velt fyrir sér hvaða hryggur sé upp úr þakinu á D-álmunni, hann á sé nokkuð sérstaka sögu. Þannig var að heimamenn vildu fá kjallara undir húsið að nokkru eða öllu leyti eftir jarðdýpt, kjallarinn átti að hýsa geymslur og loftræstingartæki. Það fékkst hins vegar alls ekki samþykkt af æðri ráðamönnum, þannig að niðurstaðan varð sú að loftræstitækjum var komið fyrir upp í risi í smá vörtu upp úr þakinu. Þarna sáu heimamenn að auðvelt var að fá nokkuð mikið rými fyrir geymslur með lítilli breytingu og fengu leyfi til að stækka vörtuna í það horf sem þakið er núna , ásamt því að láta lyftu ganga upp í ris.Þannig má segja að við höfum að nokkru leyti flutt kjallarann upp í ris. Húsnæði það sem HSS hefur yfir að ráða í Keflavík er 3.150 m2 að stærð meðtalið skrifstofuhúsnæði á Mánagötu 9, þegar D-álman bætist við þá tvöfaldast það pláss að stærð þar sem hún er 3.198 m2 alls.Húsnæði HSS utan Keflavíkur þ.e. í Grindavík, Sandgerði, Garði og Vogum er 2.900 m2, eða alls með tilkomu D-álmu 9.250 m2.Það er nokkuð ljóst að viðhaldsþörf alls þessa húsnæðis utan og ekki síst innan er nokkuð mikil. Þar sem fjármunir hafa verið af skornum skammti hefur verið reynt að sinna þeirri þörf meira að innan en utan, þar sem það snýr meir að þörfum starf-seminnar og ekki síst sjúklinga.Nú er fyrsta áfanga að D-álmu nær lokið og annar áfangi það er fullnaðar frágangur á fyrstu og annarri hæð, ásamt gróf vinnu á þriðju hæð að fara í útboð, þannig að fyrsti áfangi þessa langþráða húss verður væntanlega kominn í notkun á miðju ári 2001. Og er þá stórum áfanga náð í heilbrigðismálum til hagsbótar fyrir alla íbúa þessa byggðarlags.Lifið heil.Hermann F. Ólasoneftirlitsmaður fasteigna HSS.