Umferðarljós stjórna umferð í 88 Húsinu
Opnunartími 88 Hússins, félags- og menningarmiðstöðvar ungs fólks í Reykjanesbæ, ætti ekki að fara framhjá neinum en í gær var sett upp umferðarljós á húsið sem gefur til kynna hvort húsið er opið eður ei.
Vegna framkvæmda við hringtorg í bænum að undanförnu hefur mörgum umferðarljósum verið lagt og þótti því tilvalið að nýta þau til góðra hluta.
Ljósunum er stjórnað af starfsmönnum 88 Hússins og þau tengd við ljósrofa. Það kemur því í ljós hvort 88 er opið!
88 Húsið er opið sunnudag til fimmtudags kl. 20:00 - 23:00 og föstudag til laugardags frá kl. 20:00 til 23:30. Að auki er boðið upp á beinar útsendingar á enska boltanum á breiðtjaldi á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13:30 - 17:00.
Ljósmynd: Hafþór Barði forstöðumaður 88 hússins bendir stoltur á umferðarljósið á 88 húsinu.
Heimasíða 88 hússins: www.88.is