Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Um 300 manns koma að jólasýningunni í ár
Föstudagur 8. desember 2006 kl. 10:38

Um 300 manns koma að jólasýningunni í ár

Jólasýning Fimleikadeildar Keflavíkur fer fram á morgun, laugardaginn 9. desember, í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Sýningin hefst kl. 15:00 en húsið verður opnað kl. 14:30. Eva Björk Sveinsdóttir, formaður FK, sagði í samtali við Víkurfréttir að sem fyrr mætti búast við veglegri sýningu.

„Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfir í mánuð en hátt í 30 manns koma að sýningunni en ef við teljum iðkendur með þá eru þetta tæplega 300 manns sem skipa sýninguna í ár,“ sagði Eva. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1000 og jafnan hefur verið húsfyllir á þessum stærsta viðburði FK ár hvert.

Í ár mun sýningin túlka frumsamda jólasögu eftir rithöfundinn Bryndísi Jónu Magnúsdóttur en sjálf hefur hún verið viðriðin Fimleikadeild Keflavíkur frá blautu barnsbeini. Bryndísi til aðstoðar er systir hennar Hildur María og eru þær arkitektar að sýningunni eins og Eva Björk komst að orði við Víkurfréttir.

Generalprufa sýningarinnar fer fram á laugardag kl. 10-12 en sýningin sjálf fer svo fram kl. 15:00 eins og áður greinir. Hægt verður að greiða aðgangseyri með debet- og kreditkortum á sýningardegi. Í lok sýningar verða léttar veitingar í boði FK en frítt verður á sýninguna fyrir börn 12 ára og yngri.

[email protected]




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024