Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tvöfalt fleiri bókanir í Hljómahöll
Miðvikudagur 3. febrúar 2016 kl. 13:00

Tvöfalt fleiri bókanir í Hljómahöll

Árshátíðir, brúðkaup, tónleikar, hæfileikakeppni, dansleikir og uppistand

Fjöldi bókana í Hljómahöll hefur nærri tvöfaldast á einu ári. Tómas Young framkvæmdastjóri Hljómahallar segir að miðað við á sama tíma í fyrra, þá séu mun fleiri viðburðir á dagskrá sé horft fram árið 2016. Það séu tvöfalt fleiri bókanir en á sama tíma í fyrra. Hann segir áhuga vera að aukast á húsnæðinu og nýting sé með besta móti.

„Þá er ég að bera saman bókunarstöðuna núna og á sama tíma í fyrra. Á þessum tíma voru vissulega viðburðir bókaðir hér og þar út árið í fyrra og þá fannst okkur meira en nóg að gera, en nú eru þeir meira en tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra - og enn streyma bókanirnar inn,“ segir Tómas 

Viðburðirnir sem eru bókaðir framundan eru af öllum toga. Þar á meðal eru árshátíðir, ráðstefnur, fundir, nokkur brúðkaup, tónleikar, hæfileikakeppni, dansleikir, uppistand, fermingar, uppskeruhátíðir, hæfileikahátíðir svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða alla sali hússins, Merkines, Stapi, Berg og Rokksafnið sjálft. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðsóknin er alltaf að aukast á Rokksafninu. Í fyrra komu rúmlega 16 þúsund gestir á sýninguna um Pál Óskar og enn streyma inn hópabókanir. Sýningin fer að klárast bráðum og það tekur ný sýning við um nýjan listamann eða hljómsveit síðar á árinu.