Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 12. október 2001 kl. 15:18

TVF er komið út!

Tímarit Víkurfrétta, TVF kom í allar verslanir á Suðurnesjum í morgun. Meðal efnis eru viðtöl við fótboltastelpurnar Olgu Færseth og Ásdísi Þorgilsdóttur, fótboltasystur úr Keflavík, viðtal við kaupakonuna og fegurðardrottninguna Telmu Birgis í Tekk-vöruhúsi og Sigrúnu Evu vinkonu hennar sem er búsett í Flórída og er að gera það gott.
Jón Kr. Gíslason körfuboltakappi dreif sig í iðnrekstrarfræðinám þegar hann var 36 ára gamall og starfar nú sem starfsmannastjóri hjá Össuri. Vatnsfæðingar njóta vaxandi vinsælda en í tímaritinu má finna viðtal við Önnu Rut ljósmóður á HSS sem hefur sérhæft sig í þeim. Ofurhugar af ýmsu tagi fá sitt pláss í blaðinu, m.a. fallhlífastökkvarinn Nikolai Elíasson, hreindýraveiðimaðurinn Viðar Jóhannsson og þyrluflugmaðurinn Jakob Ólafsson. Blaðamenn TVF litu í heimsókn til Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra en hann hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. Lalli á sjúkrabílnum rifjar upp fyrstu árin í sjúkraflutningunum og hvernig þau mál hafa þróast. Fylgst verður með sjóhundum á netabátnum Maron frá Grindavík. Sandgerði verður í brennidepli í blaðinu en þar verður m.a. sagt frá fallegum garði og merkilegum sumarbústað. Hermann Ragnarsson og Hauður Stefánsdóttir búa í einstaklega fallegu húsi í gamla bænum í Keflavík og sagt verður frá því í máli og myndum. Viðtöl við Bjarna Thor stórsöngvara úr Garðinum og Vigdísi Jóhannsdóttur sjónvarpsstjörnu, mannlífsþættir úr öllum áttum, stutt spjall við indversku prinsessuna Leoncie og margt, margt fleira. Tryggðu þér eintak af TVF sem kemur út í fyrramálið. Fæst á öllum helstu sölustöðum á Suðurnesjum á aðeins 399 kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024