Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir tónlistarmenn heiðraðir fyrir góðan árangur
Mánudagur 12. apríl 2010 kl. 09:22

Tveir tónlistarmenn heiðraðir fyrir góðan árangur


Anna Halldórsdótttir og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir eru Garðbúar sem hafa náð frábærum árangri á tónlistarsviðinu að undanförnu. Því þótti við hæfi að bæjarstjórinn mætti fyrir hönd bæjarfélagsins í Gerðaskóla nú fyrir helgi til að heiðra þær sérstaklega fyrir árangurinn.

Anna Halldórsdóttir er söngnemandi í Tónlistarskólanum í Garði en á dögunum kom hún fram fyrir hönd skólans á lokatónleikum uppskeruhátíðar tónlistarskólanna. Þar fékk hún verðlaunagripinn „Nótuna” fyrir framúrskarandi tónlistarflutning.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir kom, sá og sigraði á Músiktilraunum 2010 ásamt hljómsveit sinni Of monsters and Men. Þau fengu mikið lof fyrir tónlistarflutning sinn en afrekið er ekki síst merkilegt vegna þess að hljómsveitin var sett saman aðeins tveimur vikum fyrir keppnina.

Nánar í næstu Víkurfréttum
----

VFmynd/elg – Nanna Bryndís ( t.v.) og Anna Halldórsdóttir fengu blómvendi og gjafir frá Ásmundi bæjarstjóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024