Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir nemendur Myllubakkaskóla verðlaunaðir
Þriðjudagur 17. apríl 2012 kl. 09:41

Tveir nemendur Myllubakkaskóla verðlaunaðir

Mánudaginn 16. apríl kom Jón Ingi Hannesson formaður FEKÍ (Félags enskukennara á Íslandi) færandi hendi í Myllubakkaskóla. Félagið hefur ásamt Sendiráðum Indlands og Kanada haldið smásögusamkeppni fyrir unglinga í grunnskólum landsins undanfarin ár.

Veitt eru þrenn verðlaun frá hvoru landi og hafa þau verið afhent af sendiherrum landanna hverju sinni. Tveir nemendur Myllubakkaskóla hlutu að þessu sinni verðlaun fyrir smásögur sem tengjast Indlandi.

Jón Ingi tjáði nemendum að Indland hefði ekki skipað nýjan sendiherra og því hefði hann fengið umboð til að afhenda verðlaunin að þessu sinni. Það voru þeir Bjarki Freyr Ómarsson 9. ÞG sem hlaut 1. verðlaun og Jón Ásgeirsson 8. IM fékk verðlaun fyrir 3. sætið. Aðrir verðlaunahafar voru úr Laugalækjarskóla, Hagaskóla, og Hlíðarskóla í Reykjavík.

Þetta er í annað sinn sem nemendur skólans fá viðurkenningu fyrir smásagnagerð á ensku og var kennari þeirra, Hildur Ellertsdóttir að vonum ánægð með árangurinn.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024