Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Tveir karlakórar í Duus húsum
  • Tveir karlakórar í Duus húsum
Mánudagur 9. maí 2016 kl. 15:50

Tveir karlakórar í Duus húsum

Karlakórinn Keravan Mieslaulajat heimsækir Suðurnesin næsta miðvikudag. Kórinn kemur frá Kerava í Finnlandi sem er vinabær Reykjanesbæjar. Tilefni heimsóknar kórsins til Íslands er karlakóramót sem fram fer í Hörpunni um næstu helgi. Finnski karlakórinn hafði samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar sem tengdi þá við Karlakór Keflavíkur og stungu Finnarnir upp á því að halda sameiginlega tónkeika með Karlakór Keflavíkur. Þeir tónleikar verða næsta miðvikudagskvöld klukkan 20:00 í Bíósal Duus-húsa.

Á tónleikunum munu kórarnir flytja efni hvor af sinni efnisskrá en sameinast í tveimur lögum, einu finnsku og einu íslensku. Í tilkynningu frá Karlakór Keflavíkur segir að gaman verði að heyra hvernig svo ólík tungumál hljómi saman í munni söngmannanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ókeypis er inn á tónleikana. Fyrr um daginn mun Norrænafélagið í Reykjanesbæ bjóða finnsku gestunum í útsýnisferð um Reykjanesið með leiðsögn staðkunnugra úr röðum félagsmanna.