Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir folar frá Suðurnesjum á lista Smartlands
Arnór ætti kannski að leggja fyrirsætustörf fyrir sig samhliða boltanum. VF/mynd Eyþór Sæm.
Föstudagur 10. júní 2016 kl. 12:17

Tveir folar frá Suðurnesjum á lista Smartlands

Yfir eftirsóttustu piparsveina landsins

Smartland Mörtu Maríu á mbl.is hefur tekið saman lista yfir eftirsóttustu piparsveina landsins. Á meðal þeirra sem komast á listann eru tveir flottir Suðurnesjastrákar. Annars vegar er um að ræða fótboltamanninn Arnór Ingva Traustason sem leikur með liði Rapid Wien í austurríska boltanum. Arnór er nú staddur í Frakklandi þar sem hann er að fara að keppa á EM með íslenska karlaliðinu.

Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er einnig á listanum en hann er þessa dagana að koma sér í stand fyrir Reykjavíkurmaraþonið og er duglegur að mæta í ræktina. „Á dög­un­um sagði hann í viðtali við Smart­land Mörtu Maríu að hann væri til­bú­inn fyr­ir ást­ina. Það eru góðar frétt­ir fyr­ir kven­pen­ing­inn,“ segir í frétt Smartlands. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Listann má sjá í heild sinni hér.