Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveimur sýningum að ljúka í Duushúsum um helgina
Fimmtudagur 23. apríl 2015 kl. 10:00

Tveimur sýningum að ljúka í Duushúsum um helgina

Um helgina lýkur tveimur sýningum á vegum Listasafns Reykjanesbæjar, sem staðið hafa síðan í janúar. Um er að ræða sýningu á verkum Gunnlaugs Scheving, Til sjávar og sveita, þar sem tekin eru fyrir verk sem endurspegla vel þá breytingu sem varð í íslenskri myndlist á millistríðsárunum. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Listasafns Árnesinga. Sýningarstjóri er Björg Erlingsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá lýkur einnig sýningunni Sjálfsagðir hlutir, á vegum Hönnunarsafns Íslands, en tilgangur hennar er að kynna efni og sögu þekktra og oft klassískra hluta í hönnunarsögunni. Sýndir eru nokkrir af þeim hlutum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og efnisvali þeirra gerð skil. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf þegar við virðum þá fyrir okkur í dag.  Sýningarstjóri er Þóra Sigurbjörnsdóttir.

Sýningarnar eru báðar staðsettar í Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar. Þar er opið kl. 12-17 virka daga og 13-17 um helgar og aðgangur er ókeypis.