Tveggja hæða strætó á Suðurnesjum
Það urðu margir vegfarendur undrandi að mæta tveggja hæða “breskum” strætó á götum Suðurnesja á dögunum. Hér var á ferðinni strætó sem er í eigu KFUM og KFUK í Reykjavík og er notaður í starfi félaganna á Reykjavíkursvæðinu. KFUM og KFUK í Reykjanesbæ fengu strætóinn til afnota síðustu dagana í apríl til að nota á fundum sínum í bænum.Heimsóknin hófst á föstudagskvöldi með unglingafundi. Unglingarnir kunnu vel að meta vagninn, svo vel að nokkrir þeirra sváfu í honum um morguninn. Nóttin var notuð í tölvuleiki. Á laugardeginum var „opið hús“ í strætónum við hús KFUM & KFUK í Reykjanesbæ. Mánudag, þriðjudag og miðvikudag voru síðan fundir í vagninum og var bíllinn óspart notaður, allir fengu að fara í bíltúr og flestir fengu útrás í leiktækjunum. Fyrri hluti miðvikudagsins 30. apríl var notaður til að heimsækja Garð og Sandgerði þar sem börnunum var boðið í bíltúr og leiki. Hátt í 300 börn heimsóttu vagninn þessa daga.
Styrktaraðilar verkefnisins voru Hitaveita Suðurnesja og Samkaup, auk þess sem Skipaafgreiðsla Suðurnesja hýsti bílinn nokkrar nætur.
Deildarstarfi KFUM og KFUK lauk að mestu leiti í síðustu viku eftir ágætan starfsvetur. Um 250 börn og unglingar tóku þátt í starfi félagsins.
Styrktaraðilar verkefnisins voru Hitaveita Suðurnesja og Samkaup, auk þess sem Skipaafgreiðsla Suðurnesja hýsti bílinn nokkrar nætur.
Deildarstarfi KFUM og KFUK lauk að mestu leiti í síðustu viku eftir ágætan starfsvetur. Um 250 börn og unglingar tóku þátt í starfi félagsins.