Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tvær nýjar sýningar í Listasafni Reykjanesbæjar
Laugardagur 3. desember 2022 kl. 08:24

Tvær nýjar sýningar í Listasafni Reykjanesbæjar

Tvær nýjar sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjanesbæjar síðastliðinn laugardag. Annars vegar sýningin Línur, flækjur og allskonar sem er einkasýning Guðrúnar Gunnarsdóttur. Guðrún er er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem einkennir myndlist hennar í dag.

Hins vegar opnaði sýning Vena Naskręcka og Michael Richardt sem kallast You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér. Þau eru gjörningalistamenn og mun sýningin verða vitnisburður um hvar þau eru stödd á þessum ákveðna tímapunkti og skrásetning á því sem þeim er nú hugleikið. Þau eru hér og nú, erlendir ríkisborgarar á Íslandi, að setja mark sitt á Listasafn Reykjanesbæjar þar sem þau ríkja í ákveðinn tíma. Vena er fædd í Póllandi en býr og starfar í Reykjanesbæ. Michael er fæddur í Danmörku og á einnig ættir að rekja til Níger, hann býr og starfar í Reykjavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024