Tvær milljónir í ljósmyndasýningu utanhúss
Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að leggja til við bæjarstjórn tveggja milljóna króna viðauka á rekstrareininguna Viðburðardagskrá/menningarvika vegna ljósmyndasýningar utanhúss. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð bæjarráðs Grindavíkur.
Þar kemur fram að sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hafi setið fundinn undir þessum dagskrárlið og að Helga Dís Jakobsdóttir hafi jafnframt vikið af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.