Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tryggðu sér sæti á Ung i Norden
Sunnudagur 7. maí 2006 kl. 13:44

Tryggðu sér sæti á Ung i Norden

Fimm atriði tóku þátt í hæfileikakeppni 88 Hússins og Fjörheima föstudagskvöldið 28. apríl. Björn Traustason málaði mynd og jogglaði, Sigurður B Teitsson málaði mynd, Snædís og Lovísa léku á fiðlu og dönsuðu dans, Jón Bjarni (JB) rappaði eitt lag og Sveindís sýndi myndir sem hún hafði teiknað.

Dómnefndin var skipuð starfsfólki 88 Hússins og Fjörheima en einnig var sms-kosning. Yfir 300 atkvæði bárust og dómnefnd og áhorfendur voru sammála að þrír þátttakendur hefðu verið hlutskarpastir. Þær Snædís, Lovísa og Sveindís. Formaður dómnefndar hafði samband við Hafnarfjörð og athugaði hvort eitt aukapláss væri laust í verðlaunaferðina til Færeyja.

Svo skemmtilega vildi til að eitt sæti var laust og því sigruðu þær þrjár og hljóta að launum í ferð til Færeyja á Ung í Norden samkomuna.  Fleiri myndir frá hæfileikakeppninni eru á síðu 88 hússins, www.88.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024