Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 27. nóvember 2001 kl. 00:29

Trúnaðarmannanámskeið á vegum STFS

Næstkomandi miðvikudag, 28. nóvember heldur starfsmannafélag Suðurnesja trúnaðarmannanámskeið. Námskeiðið fer fram í Kiwaneshúsinu að Iðavöllum 3 í Reykjanesbæ. Húsið opnar kl. 8:15 og verður þá boðið upp á kaffi. Við tekur síðan fyrirlestrar, umræður og fyrirspurnir fram að hádegi. Í hádeginu býður STFS síðan upp á hádegisverð fyrir námskeiðsgesti en að honum loknum halda fyrirlestrarnir áfram. Námskeiðinu lýkur síðan kl. 17 en Ögmundur Jónasson slítur námskeiðinu með ávarpi sínum.
Félagið gerir ráð fyrir að trúnaðarmenn mæti á námskeiðið, enda eiga þeir að fá frí á launum samkvæmt kjarasamningi og eru trúnaðarmenn vinsamlegast beðnir um að tilkynna yfirmanni um námskeiðið tímanlega.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024