Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trúlofun í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins
Föstudagur 2. janúar 2009 kl. 13:46

Trúlofun í töfrandi umhverfi Bláa Lónsins



Joe Dustin, 28 ára frá Boston og Megan Pahuta, 26 ára frá New Jersey trúlofuðu sig í Bláa Lóninu núna í desember. Joe undirbjó bónorðið um nokkurt skeið og nýtrúlofaða parið deildi sögu sinni á vefsíðu Bláa lónsins.

Joe sagði að allt frá því er hann heimsótti Ísland í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum sagði hafi hann sagt við sjálfan sig  “þegar ég finn hina einu sönnu sem ég vil eyða ævi minni með mun ég fara með hana í Bláa Lónið. Staðurinn er töfrum gæddur,.”.
Þegar ég kom i Bláa Lónið hitti ég starfsmann gestamóttöku og tvo barþjóna  Blue Cafe. sagði Joe.Ég sagði þeim frá fyrirætlunum mínum (að biðja Megan) - og fann strax að það varð spenna í loftinu. Ætlun mín var að biðja hennar á útsýnissvæðinu  – eftir að hafa baðað í lóninu. Ég bað barþjónana um að útbúa tvö tvö kampavínsglös á bakka – og afhenti þeim hringinn. Ég bað þau jafnframt um að fylgjast með því hvenær við kæmum úr lóninu og fylgja okkur upp á útsýnispallinn 5 mínútum síðar. Allt gekk samkvæmt áætlun, ég fór niður á hnéin í snjónum með útsýni yfir Bláa Lónið á þessu töfrandi kvöldi. Og hún sagði já!

Bestu þakkir til starfsfólks Bláa Lónsins fyrir að gera þessa mikilvægu stund í lífi okkar svo minnisstæða. Þið getið rétt gert ykkur í hugarlund söguna af trúlofun okkar sem Megan mun segja vinum sínum  og viðbrögðum þeirra.„Hann fór með þig til Íslands til að biðja þin! Hver gerir það!“

Þau sögðu okkur einnig frá því að þegar Joe sótti Megan á glæsivagni (limo) hafi hún ekki vitað hvert ferðinni væri heitið. Um tíma hélt hún að þau væru á leið til Manhattan en svo lá leiðin út á flugvöll þaðan sem þau flugu til Íslands.

Joe og Megan búa í Raleigh í Norður Karólínufylki, þau hafa verið par í um tvö ár og gera ráð fyrir því að brúðkaupið verði haustið 2009.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024