Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trúlega einn mesti jólakortasendari allra tíma
Föstudagur 20. desember 2019 kl. 07:53

Trúlega einn mesti jólakortasendari allra tíma

Ásmundur Friðriksson er ný hættur að láta sér hanna jólakortin sem voru orðin 500 og sendir nú jólakveðju á Fésbókinni. Hann svaraði jólaspurningum VF.

Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Home Alone kemur fjölskyldunni í brosmilt jólaskap.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

b Ég er trúlega einn mesti jólakortasendari allra tíma. Byrjaði í Barnaskólanum í Vestmannaeyjum þegar við börnin sendum heimatilbúin kort á milli bekkja. Frá þeim tíma hef ég flest öll jól látið hanna, teiknað eða málað mín eigin jólakort. Þegar kortin voru komin í 500 og tíminn orðinn knappur í allar skriftirnar og skilaboðin hætti ég alveg fyrir síðustu jól og sendi kveðju á fésbókinni.

Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Við Sigga erum jólabörn og vanaföst. Ég undirbý matinn á Þorláksmessu fyrir aðfangadagskvöld sem Sigga ber á borð á meðan ég fer til kirkju. Sigga sér um heitan, reyktan og feitan frampart á jóladag og þá koma oft margir í heimsókn og borða með okkur. Ég fer alltaf í kirkju á aðfangadagskvöld og oftar um jólin. Lesum saman jólakortin og fjölskyldan spilar oftast á jóladag.

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Rafmagnsflugvélin sem Gilli frændi gaf mér þegar ég var fimm ára árið 1961 og við áttum heima í Stakkholti hjá ömmu og afa. Vélin var í litum og merkt Lufthansa, keyrði um og ljós blikkuðu á vængjum. Einstakt eintak sem engin annar átti í Eyjum.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Jólatréskemmtunin í Betel fyrir hver jól þar sem frændur mínir Óskar og Einar í Betel stjórnuðu samkomunni. Jólatréð undir súð á loftinu í Stakkholti og englahárið sem gerði ljósin kringlótt á trénu og ég gat starað á tímunum saman. Jólasveinninn í búðaglugganum hjá Axel Ó og skreytingin á Rafveitu Vestmannaeyja sem fór undir hraun. Jólasveinarnir á þrettándanum upp á Há, ganga þeirra um bæinn, flugeldar, púkar og tröll.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Beinlausir fuglar eru alltaf í matinn hjá okkur Siggu. Langamma mín, Elín Þorsteinsdóttir, og langafi, Friðrik Svipmundsson, áttu sín fyrstu jól í Eyjum árið 1904. Þau voru þá nýgift og höfðu beinlausa fugla í matinn sem er úrbeinuð lærisneið, upprúlluð með beikoni og þurrkuðum ávöxtum. Núna 115 árum síðar erum við enn með þennan sið í minni fjölskyldu.

Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar við fjölskyldan setjumst við matarborðið eftir messu, prúðbúin með aftansöng í útvarpinu.

Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei, sú hugsun hefur ekki hvarflað að mér.

Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Jólakúlur sem hafa fylgt okkur Siggu í 41 ár.

Hvernig verð þú jóladegi? Tek góða jólagöngu á jóladagsmorgun, síðan borðar stórfjölskyldan saman og í seinni tíð er síðan langur náttfatadagur.