Trufluð tilvera á fullu í tímaritaútgáfu
Ungmennin í félagsmiðstöðinni Trufluð tilvera í Garðinum hafa gefið út tímarit í vetur sem ber heitið T.T.Tíðindi. Efni í blaðið hefur verið sótt úr ýmsum áttum. Að sögn Katrínar Rutar sem er verkstjóri Fjölmiðlaklúbbsins hefur verið lítið mál að finna efni þar sem svo mikið sé um að vera hjá félagsmiðstöðinni og í Garðinum.
Ungmennin hafa tekið viðtöl við foreldra og fjallað um hin ýmsu þemadiskótek sem hafa verið í vetur en þar má nefna íþróttadiskó og sumardiskó. Þá hefur dagskrá félagsmiðstöðvarinnar verið útlistuð í miðopnu blaðsins enda er markhópurinn aðallega 7-10 bekkur Gerðaskóla.
Félagsmiðstöðin er sú eina sem enn er opin á Suðurnesjum og að því tilefni verður haldið lokaball á föstudaginn. Þar mun hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu halda tónleika í Samkomuhúsinu í Garðinum. Húsið opnar kl 20:00 með skemmtiatriðum frá félagsmiðstöðinni Trufluð tilvera að þeim loknum spilar hjómsveitin undir til miðnættis. Það mun kosta kr. 1000 inn á lokaball vetrarins.
VF-mynd af leiksýningu félagsmiðstöðvarinnar sem bar heitið Trufluð tilvera - góðan daginn
Ungmennin hafa tekið viðtöl við foreldra og fjallað um hin ýmsu þemadiskótek sem hafa verið í vetur en þar má nefna íþróttadiskó og sumardiskó. Þá hefur dagskrá félagsmiðstöðvarinnar verið útlistuð í miðopnu blaðsins enda er markhópurinn aðallega 7-10 bekkur Gerðaskóla.
Félagsmiðstöðin er sú eina sem enn er opin á Suðurnesjum og að því tilefni verður haldið lokaball á föstudaginn. Þar mun hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu halda tónleika í Samkomuhúsinu í Garðinum. Húsið opnar kl 20:00 með skemmtiatriðum frá félagsmiðstöðinni Trufluð tilvera að þeim loknum spilar hjómsveitin undir til miðnættis. Það mun kosta kr. 1000 inn á lokaball vetrarins.
VF-mynd af leiksýningu félagsmiðstöðvarinnar sem bar heitið Trufluð tilvera - góðan daginn