Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 22. nóvember 2002 kl. 11:20

Trúður skemmti börnunum á Tjarnarseli

Leikskólinn Tjarnarsel í Keflavík fagnar í dag 35 ára afmæli með opnu húsi frá kl. 10:30 til 16:00. Fyrsti afmælisgesturinn var Tobbi trúður sem kom í morgun og skemmti börnunum með trúðslátum og töfrabrögðum. Einnig mun leikskólinn fagna útgáfu handbókar um Vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans. Á árunum 1997-2000 vann skólinn það sem þróunarverkefni og unnið eftir þeirri stefnu síðan. Boðið verður upp á léttar veitingar kl. 10:30 og14:45 og eru velunnarar skólans hjartanlega velkomnir.
Þann 18. ágúst s.l. voru 35 ár liðin frá því Reykjanesbær hóf rekstur leikskólans Tjarnarsels. Verður af því tilefni opið hús í skólanum föstudaginn 22. nóvember n.k. frá kl. 10:30-16:00.
Börnin hafa ekki látið sitt eftir liggja í tilefni afmælisins. Öll bjuggu þau til kórónur sem þau munu bera á afmælishátíðinni: Þau hafa verið dugleg að búa til myndverk og skreytt skólann hátt og lágt. Æft afmælissönginn og fleiri lög sem sungin verða.
Einnig hanga uppi ljósmyndir af þeim í leik og starfi.


Áður en Keflavíkurbær fór að reka barnaheimili eins og það kallaðist þá, höfðu kvenfélagskonur rekið barnaheimili af mikilli hugsjón á sumrin, frá árinu 1954. Það var rekið í Tjarnarlundi sem var þeirra félagsheimil á veturna. Tjarnarlundur var byggður af þessum konum í sjálboðavinnu með verkfærum eins og hjólbörum og skóflum. Þegar kvenfélagskonur sáu fram á að reka þyrfti leikskólann allt árið um kring, gáfu þær bænum lóð undir barnaheimilið Tjarnarsel og þann 18. ágúst árið 1967 fór vígslan fram. Kvenfélagskonur hættu ekki alveg afskiptum sínum því þær sáu um reksturinn næstu tvö árin í samráði við fyrstu forstöðukonuna, Ríkeyju Ingimundardóttur listakonu.
(Hér hanga nokkrar myndri á veggspjöldum frá þessari vígslu)


Vorið 1997 fékk leikskólinn Tjarnarsel styrk úr Þróunarsjóði leikskóla á vegum Menntamálaráðuneytisins að upphæð 500.000 krónur. Leikskólanum var úthlutaður viðbótarstyrkur vorið 1998 að upphæð 200.000 krónur. Verkefnið var unnið á árunum 1997 til 1999. Frá því árið 2000 hefur starfsfólk Tjarnarsels unnið eftir drögum handbókarinnar.
Afrakstur verkefnisins er handbók sem afhent verður í dag. Handbókin nefnist ,,Vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans.” Eitt af markmiðum þess var að þjálfa og kenna börnum umhverfishugsun, sem fælist m.a. í því að gefa umhverfi sínu nánari gaum og þykja vænt um uppruna og sögu bæjarfélagsins. Handbókin er ætluð leikskólakennurum sem starfa í leikskólum til að þróa vettvangsferðir með leikskólabörnum. Hún fjallar um hlutverk leikskólakennarans í vettvangsferðum í leik og starfi með leikskólabörnum. Má finna í handbókinni upplýsingar og lýsingar á svæðunum og möguleikum þeirra til leikja og náttúruskoðunar. Einnig er bent á hættur sem geta skapast í slíkum ferðum til og frá leikskólanum, á svæðunum og hugmyndir til að draga úr þeim.

Kveðja Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024