Trúbadorinn Einar Örn með útgáfupartí á Yello
 Trúbadorinn Einar Örn Konráðsson heldur opið útgáfupartý á fimmtudagskvöld á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ, í tilefni af útgáfu disks sem ber heitið „Lognið á undan storminum part 2”. Á disknum er að finna tíu lög, þar af átta eftir Einar sjálfan. Keflvíska hljómsveitin Killer Bunny leikur með Einari í tveimur lögum. Að sögn Einars inniheldur diskurinn líka ballöður að hætti trúbadorsins.
Trúbadorinn Einar Örn Konráðsson heldur opið útgáfupartý á fimmtudagskvöld á skemmtistaðnum Yello í Reykjanesbæ, í tilefni af útgáfu disks sem ber heitið „Lognið á undan storminum part 2”. Á disknum er að finna tíu lög, þar af átta eftir Einar sjálfan. Keflvíska hljómsveitin Killer Bunny leikur með Einari í tveimur lögum. Að sögn Einars inniheldur diskurinn líka ballöður að hætti trúbadorsins.„Það má segja að þetta sé frumburður minn nema að ég gaf út fyrri part plötunnar fyrir vestan á Ísafirði og Bolungarvík, þaðan sem ég kem. Núna stefni ég hins vegar á sölu á landsvísu,“ sagði Einar í samtali við VF.
Útgáfupartýið verður sumsé í fimmtudagskvöld á skemmtistaðnum Yello frá kl. 21-23 og eru allir velkomnir . Þar verður einnig hægt að fá eintak af disknum á viðráðanlegu verði.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				