Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Þriðjudagur 29. apríl 2003 kl. 13:25

Trúbadorakeppni á Paddy´s tókst vel

Írski skemmtistaðurinn Paddy´s í Keflavík stóð fyrir Trúbadorakeppni á Frístundahelgi Reykjanesbæjar. Skráðir þátttakendur þegar leikar hófust voru Hlynur sterki, Rúnar, Siggi og Halli Valli. Fleiri bættust í hópinn þegar leið á kvöldið. Keppnin heppnaðist með einsdæmum vel og var húsfylli fram á rauða nótt.Dómnefnd átti erfitt með að skera úr sigurvegara þar sem hver þátttakandi var frábær á sínu sviði og var samhljóma niðurstaða með samþykki þátttakenda að þeir myndu skipta með sér verðlaunum. Verðlaunin voru ekki af verri endanum; fjórir stúdíótímar í hljóðveri Geimsteins. Þátttakendur voru mjög ánægðir með niðurstöðuna og ætla að hljóðrita lag eða tvö saman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024