Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Troðfull Grindavíkurkirkja
Myndin er frá uppsetningu verksins í Keflavíkurkirkju á sunnudagskvöld. VF-mynd: Páll Ketilsson
Miðvikudagur 27. mars 2013 kl. 10:10

Troðfull Grindavíkurkirkja

Grindavíkurkirkja var troðfull í gærkvöldi þegar Kór Keflavíkurkirkju flutti lög úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Þurfti að bæta við stólum inn í kirkjuna svo allir kæmust fyrir. Tónleikarnir voru frábær skemmtun þar sem stórsöngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson fór á kostum.

Stjórnandi verksins er Arnór B. Vilbergsson organisti í Keflavíkurkirkju en hann hefur einnig útsett tónlistina sérstaklega fyrir kórinn og hljómsveitina. Eins og flestir vita er tónlistin eftir Andrew Loyd Webber og Tim Rice en Hannes Örn Blandon þýddi textann á íslensku. Sr. Skúli S. Ólafsson samdi hugleiðingar um síðustu daga Krists sem séra Elínborg Gísladóttir sóknarprestur flutti á milli laganna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024