Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tríó Kristjönu Stefáns heldur tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar
Mánudagur 19. júlí 2021 kl. 10:16

Tríó Kristjönu Stefáns heldur tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar

Tónleikar með Tríói Kristjönu Stefáns hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar í Bókasafni Suðurnesjabæjar, Sandgerði fimmtudaginn 22. júlí.

Söngkonan Kristjana Stefáns leggur land undir fót í sumar og heimsækja nokkra skemmtilega tónleikastaði ásamt gítarleikaranum Ómari Guðjónssyni og kontrabassaleikaranum Þorgrími Jónssyni.
Þau ætla að bjóða uppá fjölbreytta dagskrá þar sem þau flytja í brakandi ferskum og létt jözzuðum útsetningum lög frá ma. Bubba Morthens, Björgvini Halldórs, KK, Stuðmönnum Ragga Bjarna, Þóri Baldurs, Páli Óskari og Gunnari Þórðar.

Tríóið skipa:
Kristjana Stefáns, söngur, hljómborð og slagverk.
Ómar Guðjónsson, gítar, fetilgítar og söngur.
Þorgrímur Jónsson, kontrabassi og söngur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tónleikar hefjast kl.20:00. Aðgangur ókeypis.