Trékrossar fundust við Vogavík
Ægir Geirdal, listamaður og öryggisvörður, fann tvo trékrossa við Vogavík undir Stapa á göngu um svæðið. „Fyrst fann ég einn kross og rakst seinna á göngu minni á annan. Ef þetta eru fornminjar er nauðsynlegt að fólk fái vitneskju um það.“
Ægir hefur sínar kenningar um hvers vegna krossarnir eru þarna niður komnir, honum finnst líklegt að þarna sé gamall grafreitur.
Mynd-VF/IngaSæm