Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trassar gefa út hjá Geimsteini
Fimmtudagur 3. maí 2007 kl. 11:30

Trassar gefa út hjá Geimsteini

Útgáfufyrirtækið Geimsteinn í Keflavík hefur nýlega gefið út fyrstu plötu þungarokkssveitarinnar Trassa, Amen.

Trassar eru ein elsta starfandi þungarokkshljómsveit landsins, stofnuð í ágúst 1987 af Birni Þór Jóhannssyni og Rúnari Þór Þórarinssyni gítarleikurum sveitarinnar.


Hljómsveitin var gjarnan kennd við Alþýðuskólann á Eiðum fyrstu árin og spilaði þá víða. Árið 1991 fóru þeir svo í smá pásu í fjórtán ár. Bjössi og Rúnar blésu lífi í glæðurnar að nýju árið 2005 og endanlegir meðlimir voru orðnir klárir snemma árs 2006.


Á Amen eru fimm eldri lög í nýjum útsetningum í bland við sex ný, öll með nýjum íslenskum textum. Upptökur fóru fram í Skálholti og í æfingarhúsnæði Trassanna. Platan var í rétt rúmt ár í vinnslu. Jón Hallur Haraldsson annaðist upptöku, hljóð-blöndun og masteringu.
 
Frekari fróðleikur um hljómsveitina á: www.trassar.com og www.myspace.com/trassar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024