Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Torfær gangstéttarbrún í Njarðvík
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 12:52

Torfær gangstéttarbrún í Njarðvík

Við sem förum um bæinn án allra hjálpartækja erum ekki eins meðvituð um það sem betur mætti fara og þeir sem þurfa að notast við hjólastóla eða annan búnað til að komast leiðar sinnar. Þeir sem eiga leið um Njarðvík hafa án efa tekið eftir því að þar eru rafdrifnir hjólastólar í umferðinni.
Góð vinkona okkar hér á Víkurfréttum þarf að notast við rafdrifinn stól til að komast á milli staða. Hún hefur hins vegar áhyggjur af því að komast ekki allt sem hún þyrfti að komast. Eitt dæmi er kantsteinninn við gangbrautina yfir Njarðarbraut á móts við skrúðgarðinn í Njarðvík. Kanturinn er illa brotinn svo sér í járnbindinguna. Þarna yfir á hjólastóllinn hennar erfitt með að komast. Þeim tilmælum er hér með komið áleiðis til yfirvalda þessara mála að kippa kantinum í lag hið fyrsta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024