Tónsmiðja á Degi tónlistarskólanna
Í febrúarmánuði hafa allir nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar 8 ára og eldri verið að vinna ákveðið þema, sem hlotið hefur heitið Tónsmiðjan. Þetta er í annað sinn sem Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stendur fyrir þessu verkefni.
„Markmiðið með Tónsmiðjunni er að örva sköpun í skólastarfinu með því að nemendur semji tónlist skrifi hana niður og frumflytji að lokum lagið sitt á tónleikum. Með Tónsmiðjunni er skólinn að skapa nemendum sínum tækifæri til við vinna með þau atriði sem aðalnámsskrá tónlistarskóla kveður á um varðandi tónsköpun og um leið að vekja og efla áhuga nemenda fyrir eigin tónsköpun.
Þetta er mjög mikilvægur þáttur í tónlistaruppeldi nemenda og því fyrr sem nemendur ná tökum á að koma tónhugmyndum sínum frá sér á markvissan og skipulagðan hátt, því betra“, segir Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tónsmiðjan er að sögn Haraldar jafnframt tónsmíðasamkeppni, þar sem allir fá viðurkenningu
fyrir þátttökuna en sigurvegarnir fá sérstaka viðurkenningu við skólaslit í vor. Skipuð verður þriggja manna dómnefnd úr röðum kennara skólans sem velur verðlaunaverkin og mun hún taka mið af aldri og námsstigi.
„Nemendur hafa verið mjög duglegir við að vinna að þessu verkefni sem lýkur með tónleikaröð Tónsmiðjunnar í Ytri -Njarðvíkurkirkju á „Degi tónlistarskólanna“ laugardaginn 24. febrúar. Á tónleikunum sem verða alls 4 munu nemendur upplifa stóra stund þegar þeir frumflytja
tónverkin sín. Fyrstu tónleikarnir eru kl.11.00, næstu kl.13.00, þeir þriðju kl.14.30 og þeir fjórðu kl.16.00. Það má búast við að nemendur og kennarar skólans frumflytji milli 200 og 300
tónverk þennan dag. Allir eru velkomnir á tónleikana og við viljum eindregið hvetja foreldra nemenda og aðra aðstandendur og vini til að fjölmenna, því það er mikilvæg og hátíðleg stund í lífi hvers tónlistarmanns, að frumflytja eigin tónsmíð“, segir Haraldur að lokum.
„Markmiðið með Tónsmiðjunni er að örva sköpun í skólastarfinu með því að nemendur semji tónlist skrifi hana niður og frumflytji að lokum lagið sitt á tónleikum. Með Tónsmiðjunni er skólinn að skapa nemendum sínum tækifæri til við vinna með þau atriði sem aðalnámsskrá tónlistarskóla kveður á um varðandi tónsköpun og um leið að vekja og efla áhuga nemenda fyrir eigin tónsköpun.
Þetta er mjög mikilvægur þáttur í tónlistaruppeldi nemenda og því fyrr sem nemendur ná tökum á að koma tónhugmyndum sínum frá sér á markvissan og skipulagðan hátt, því betra“, segir Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Tónsmiðjan er að sögn Haraldar jafnframt tónsmíðasamkeppni, þar sem allir fá viðurkenningu
fyrir þátttökuna en sigurvegarnir fá sérstaka viðurkenningu við skólaslit í vor. Skipuð verður þriggja manna dómnefnd úr röðum kennara skólans sem velur verðlaunaverkin og mun hún taka mið af aldri og námsstigi.
„Nemendur hafa verið mjög duglegir við að vinna að þessu verkefni sem lýkur með tónleikaröð Tónsmiðjunnar í Ytri -Njarðvíkurkirkju á „Degi tónlistarskólanna“ laugardaginn 24. febrúar. Á tónleikunum sem verða alls 4 munu nemendur upplifa stóra stund þegar þeir frumflytja
tónverkin sín. Fyrstu tónleikarnir eru kl.11.00, næstu kl.13.00, þeir þriðju kl.14.30 og þeir fjórðu kl.16.00. Það má búast við að nemendur og kennarar skólans frumflytji milli 200 og 300
tónverk þennan dag. Allir eru velkomnir á tónleikana og við viljum eindregið hvetja foreldra nemenda og aðra aðstandendur og vini til að fjölmenna, því það er mikilvæg og hátíðleg stund í lífi hvers tónlistarmanns, að frumflytja eigin tónsmíð“, segir Haraldur að lokum.